Ofbeldisklám og börn Ögmundur Jónasson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun