Betra skipulag Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsmál eru mikilvægur málaflokkur sem hefur mikla þýðingu fyrir lífsgæði almennings. Ákvarðanir um skipulag fela í sér ákvarðanir um framtíðarnotkun lands, hvernig byggð og landnotkun eigi að þróast til langs tíma, hvernig umhverfi íbúanna eigi að vera og hvernig það samfélag sem á að byggja upp muni líta út. Haustið 2010 samþykkti Alþingi ný skipulagslög og nú í vikunni tók gildi skipulagsreglugerð á grundvelli nýrra laga. Framsetning á reglugerðinni er einfaldari og skýrari en á þeirri sem hún leysir af hólmi, auk þess sem nokkur nýmæli eru í reglugerðinni. Hér nefni ég fjögur slík dæmi, sem sýna ágætlega hvernig skipulag getur mótað samfélag til hins betra. Í fyrsta lagi er aukin áhersla á að sjónarmið almennings komi fram við gerð skipulagsáætlana og eins snemma í ferlinu og unnt er. Þetta er í samræmi við aukna aðkomu almennings að stefnumótun og endurspeglar hversu miklu ákvarðanir um skipulagsmál varða almenning. Í öðru lagi eru skilgreindir fleiri landnotkunarflokkar en áður. Þannig er nú hægt að skilgreina varúðarsvæði umhverfis starfsemi sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu og öryggi manna. Þá hafa strandsvæði verið sérstaklega skilgreind m.a. til að gera sveitarfélögum hægara um vik að vernda strandlengjuna og bæta aðgengi almennings að henni. Í þriðja lagi eru felldar út lágmarkskröfur um fjölda bílastæða. Sveitarfélög geta komið bílastæðakröfum þannig fyrir í aðalskipulagi að svigrúm sé veitt til þéttingar byggðar, sem leiðir hvort tveggja í senn til sjálfbærari landnotkunar og eflingar almenningssamgangna. Í fjórða lagi er hverfisskipulag skilgreint í reglugerðinni, sem tegund deiliskipulags fyrir hverfi sem þegar hafa verið byggð. Með því má greina hver séu helstu gæði viðkomandi hverfis, hvað helst eigi að varðveita af yfirbragði þess og hverju megi breyta. Slík skipulagsvinna á eflaust erindi í fjölda hverfa, enda stór hluti þéttbýlis kominn á þann aldur að þar sé ástæða til að varðveita byggingarsöguna. Fleira mætti telja til en meginefnið er það að með nýrri reglugerð er lögð áhersla á betra vinnulag við skipulagsgerð. Miklu skiptir að takist vel við skipulag, enda er þar lagður grunnur að umhverfi komandi kynslóða.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar