Vandi sem er ekki til Ögmundur Jónasson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00 Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði.
Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00
Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun