Vandi sem er ekki til Ögmundur Jónasson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00 Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri segir í leiðara Fréttablaðsins 30. janúar mig vilja smíða lög utan um vanda sem ekki sé til. Þar vísar hann í lagafrumvarp sem ég hef látið gera með það fyrir augum að takmarka landakaup útlendinga á Íslandi og er það í samræmi við þá stefnu sem ég hef margoft gert grein fyrir að halda beri eignarhaldi á landi innan íslensks samfélags. Slíkt sé enn mikilvægara nú en áður en auðlindalöggjöfin var samþykkt illu heilli árið 1998 þar sem eignarhald á auðlindum, þar með vatni, var bundið eignarhaldi á landi. Með öðum orðum, sala á landi er sala á grunnvatni. Af þessu hefur Ólafur engar áhyggjur og segir lagabreytingar mínar mundu auk þess stuðla „að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag". Ólafur vitnar í ummæli mín í fjölmiðlum um að landakaup auðmanna geti valdið héraðsbresti. Hið sama gerir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur í grein á leiðaraopnu í sama blaði: „Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga."Gull 21. aldar Ég verð að játa að ég varð svolítið hissa að heyra afdráttarlausar yfirlýsingar sumra sveitarstjórnarmanna um þessi efni því orð mín voru ekki úr lausu lofti gripin. Ég hef setið fundi þar sem sveitarstjórnarmenn lýstu því yfir að þar sem auðmenn keyptu jarðir þar sem áður var búskapur, en til þess eins að eiga þær, þá vildi brenna við að dofnaði svo mjög yfir samfélaginu að til mikilla vandræða horfði. Minnist ég þess að á einum slíkum fundi var orðalagið viðhaft sem ég notaði í fréttum. Ég lét þess hins vegar getið í fréttatímum að hér væri fyrst og fremst um að ræða vísbendingar í þessa átt. Þann vanda sem Ólafur telur engan vera, verður að skoða með hliðsjón af langtímaþróun. Við þurfum nefnilega að fara að líkt að og Kínverjar, að temja okkur að hugsa langt fram í tímann, ekki síst þegar gull 21. aldarinnar, drykkjarvatnið, er annars vegar.Verðsprenging ekki til góðs Varðandi ábendingar ritstjórans um fasteignaverð. Ég leyfi mér að fullyrða að fjárfestingar auðmanna í bújörðum hafi verið til ills, þrýst verðinu upp fyrir kaupgetu venjulegra Íslendinga. Þess eru ófá dæmi um að afkomandi bónda sem er að bregða búi vilji kaupa systkini sín út en ráði ekki við það vegna söluverðsins eða þá að auðkýfingar setji verðið upp. Að sjálfsögðu eru þeir ekki síður innlendir en erlendir. En mér finnst ástæða til að geta þessa í ljósi framangreindra ummæla ritstjórans um ágæti verðsprengingar á fasteignamarkaði.
Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. 30. janúar 2013 06:00
Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. 30. janúar 2013 06:00
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun