Lög til verndar náttúru Íslands Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar