Tveir risaleikir í Höllinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Fyrirliðarnir með bikarinn Talið frá vinstri: Guðbjörg Sverrisdóttir (Val), Pálína Gunnlaugsdóttir (Keflavík), Þorleifur Ólafsson (Grindavík) og Fannar Freyr Helgason (Stjörnunni). Fréttablaðið/Anton Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Sjá meira
Leikir ársins í körfuboltanum fara fram í Laugardalshöll í dag þegar bikarúrslitaleikirnir eru á dagskrá. Keflavík tekur á móti Val í kvennaleiknum sem hefst klukkan 13.30 og klukkan 16.00 hefst síðan karlaleikurinn á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. Það er mikil munur á bikarhefð Keflavíkur og Vals sem mætast í kvennaleiknum. Keflavík verður þá fyrsta félagið sem nær því að spila 20 bikarúrslitaleiki hjá konunum en Valur er aftur á móti í bikarúrslitum kvenna í fyrsta sinn í sögunni.Fóru öll spilin á borðið „Þetta er mjög áhugaverður leikur. Keflvíkingar hafa náttúrulega bullandi trú á að þeir muni vinna og eru með mikla sigurhefð. Valskonurnar komu með mjög hungraða Jaleesu Butler í fararbroddi og unnu afgerandi sigur í leik liðanna í Keflavík á dögunum þar sem Keflavíkurstelpurnar voru algjörlega ráðþrota. Spurningin í þessum leik er hvort Valskonur hafi sett öll spilin á borðið í leiknum í Keflavík eða hvort þær eigi einhver tromp eftir," segir Ingi Þór. „Sigurhefðin er með Keflavík í þessum leik en stóra spurningin er hvort Valskonur nái aftur upp þessu hungri sem þær mættu með til Keflavíkur. Lykillinn hjá Val er að Kristrún [Sigurjónsdóttir] spili vel en hún var að spila frábærlega í leiknum í Keflavík (31 stig). Á meðan Keflavíkurliðið kemst ekki í bílstjórasætið ná þær ekki upp sínum leik," segir Ingi Þór sem hefur samt meiri trú á Keflavík. „Ég ætla að spá Keflavík sigri og þar ræður sigurhefðin mestu en þetta verður mjög jafnt," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra álitsgjafa úr Dominos-deild kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins (til vinstri) og eru þrír þeirra sammála.Gjörólíkar forsendur Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta sig við silfur í hin skiptin. „Liðin eru að koma inn í leikinn á gjörólíkum forsendum. Grindavík er kannski ekki búið að spila besta boltann en er búið að gera það sem þarf til að vinna og er að komast á mikilli sigurgöngu inn í leikinn. Á meðan er Stjarnan búin að tapa fjórum leikjum í röð í deildinni og öllum þremur eftir að þeir unnu okkur í bikarnum. Nú er bara stóra spurningin hvort Stjörnumenn hafi verið með alla einbeitingu á bikarinn og hafi verið að bíða eftir stórleiknum," segir Ingi en Stjarnan vann Snæfell með 21 stigs mun í undanúrslitum keppninnar og það í Stykkishólmi.Þurfa að stoppa Shouse „Grindvíkingar verða að stoppa hann því mér finnst það vera algjört lykilatriði hjá Stjörnunni að hann nái að tengja liðið saman og stýra þessu. Að sama skapi hinum megin þá finnst mér Jóhann Árni (Ólafsson) og Lalli (Þorleifur Ólafsson) vera lykilmenn. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) og útlendingarnir munu gera sitt en Jói og Lalli þurfa að vera góðir til þess að Grindavík vinni," segir Ingi Þór enn fremur. Stjörnumenn voru litla liðið þegar þeir unnu KR 2009 en svo er ekki nú að mati Inga. „Stjörnumenn eru ekkert litla liðið þótt þeir séu bara í sjötta sæti í deildinni og ef eitthvað er eru þeir stóra liðið. Bæði liðin eru gríðarlega vel mönnuð og ég vonast til þess að þessi leikur verði frábær," segir Ingi Þór en hvernig fer? „Ég ætla að spá Grindavík sigri því ég hef tilfinningu fyrir því án þess að hafa einhver sérstök rök fyrir því. Ég vonast til að þetta verði sýning í báðum leikjum, skemmtilegir með bullandi dramatík í lokin, flotta sigurkörfu eða eitthvað. Þetta eru tveir risaleikir," segir Ingi Þór. Fréttablaðið fékk fimm aðra úr Dominos-deildinni til að spá og eru fjórir þeirra sammála Inga.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik