Bikarkóngarnir tveir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 07:00 Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir hér bikarnum við mikinn fögnuð félaga sinna. Mynd/Daníel Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum