Cameron fer íslensku leiðina Bolli Héðinsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar