Mistök Sjálfstæðisflokks Össur Skarphéðinsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar