Lánaleiðréttlæti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. mars 2013 09:02 Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau?
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun