Lánaleiðréttlæti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. mars 2013 09:02 Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar