Ljúkum aðildarviðræðunum Össur Skarphéðinsson skrifar 5. apríl 2013 07:00 Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópumálin eru eitt stærsta hagsmunamál Íslands til framtíðar. Aðild að ESB snýst um að koma á traustari umgjörð um efnahagslífið þannig að verðbólga og vextir geti lækkað og stöðugleiki komist á. Varanlega. Í dag nemur Íslandsálagið á krónuna um 130-230 milljörðum á hverju ári og íslenskar fjölskyldur borga 117 milljörðum meira á ári af húsnæðislánum en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að aðskilja skuldamálin frá gjaldmiðilsmálunum. Þess vegna eru Evrópumálin svona brýn. Í öðru lagi vegna þess að við erum langt komin í viðræðunum. Samningar eru hafnir eða þeim lokið í um 4/5 hluta allra málaflokka. Við höfum náð mjög góðum árangri við að koma á framfæri skilningi á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, landbúnaði, byggðamálum og umhverfismálum. Samningalið okkar er þrautþjálfað og einbeitt í að ná sem bestum samningi. Í þriðja lagi myndu slit á viðræðunum endanlega skera á þann möguleika að taka upp evru – ef þjóðin svo kýs. Seðlabankinn hefur sagt skýrt að evran er eini raunhæfi valkosturinn við veika krónu. Það er í skýrri andstöðu við blákalda hagsmuni Íslands að taka frá þjóðinni möguleikann á að velja þar á milli.Eina leiðin Í fjórða lagi vegna þess að þetta er eina leiðin til þess að útkljá Evrópumálin. Einungis með því að fá aðildarsamning á borðið sjáum við raunverulega hvað aðild felur í sér. Þá getur umræðan um aðild og áhrif aðildar á byggðamálin, umhverfi og auðlindir, unga fólkið, rannsóknir og þróun, smáfyrirtæki og skapandi greinar, snúist um staðreyndir en ekki getgátur. Stór hluti Evrópuandstöðunnar byggir á þeirri trú að Íslendingar geti ekki ná góðum samningi. Ég er ekki haldinn þeirri vanmetakennd. Í fimmta lagi er lýðræðislegt að ljúka samningum. Meirihluti Alþingis samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB. Víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila og félagasamtök í samningaferlinu. Gögn eru birt jafnskjótt á vefnum. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill sjá samninginn. Þjóðin á að eiga lokaorðið í Evrópumálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi vegna þess að Evrópumálin eru eitt stærsta hagsmunamál Íslands til framtíðar. Aðild að ESB snýst um að koma á traustari umgjörð um efnahagslífið þannig að verðbólga og vextir geti lækkað og stöðugleiki komist á. Varanlega. Í dag nemur Íslandsálagið á krónuna um 130-230 milljörðum á hverju ári og íslenskar fjölskyldur borga 117 milljörðum meira á ári af húsnæðislánum en heimili í Evrópu. Það er ekki hægt að aðskilja skuldamálin frá gjaldmiðilsmálunum. Þess vegna eru Evrópumálin svona brýn. Í öðru lagi vegna þess að við erum langt komin í viðræðunum. Samningar eru hafnir eða þeim lokið í um 4/5 hluta allra málaflokka. Við höfum náð mjög góðum árangri við að koma á framfæri skilningi á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, landbúnaði, byggðamálum og umhverfismálum. Samningalið okkar er þrautþjálfað og einbeitt í að ná sem bestum samningi. Í þriðja lagi myndu slit á viðræðunum endanlega skera á þann möguleika að taka upp evru – ef þjóðin svo kýs. Seðlabankinn hefur sagt skýrt að evran er eini raunhæfi valkosturinn við veika krónu. Það er í skýrri andstöðu við blákalda hagsmuni Íslands að taka frá þjóðinni möguleikann á að velja þar á milli.Eina leiðin Í fjórða lagi vegna þess að þetta er eina leiðin til þess að útkljá Evrópumálin. Einungis með því að fá aðildarsamning á borðið sjáum við raunverulega hvað aðild felur í sér. Þá getur umræðan um aðild og áhrif aðildar á byggðamálin, umhverfi og auðlindir, unga fólkið, rannsóknir og þróun, smáfyrirtæki og skapandi greinar, snúist um staðreyndir en ekki getgátur. Stór hluti Evrópuandstöðunnar byggir á þeirri trú að Íslendingar geti ekki ná góðum samningi. Ég er ekki haldinn þeirri vanmetakennd. Í fimmta lagi er lýðræðislegt að ljúka samningum. Meirihluti Alþingis samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB. Víðtækt samráð hefur verið haft við hagsmunaaðila og félagasamtök í samningaferlinu. Gögn eru birt jafnskjótt á vefnum. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill sjá samninginn. Þjóðin á að eiga lokaorðið í Evrópumálunum.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar