Afnemum verðtryggingu Magnús Orri Schram skrifar 10. apríl 2013 07:00 Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segja jafnaðarmenn: burt með verðtrygginguna og lækkum vextina. En af hverju er verðbólga? Verðbólgan skapast vegna breytinga á gengi krónunnar. Verðtryggingu var komið á 1980 til að tryggja að peningarnir héldu verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu. Þannig veldur verðbólgan því að lánin hækka. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu.Dýrari íbúðir Þess vegna borgum við meira fyrir íbúðirnar en aðrir. Krónan veldur hærri vöxtum og hærri verðbólgu. Úr þessum vítahring verður ekki komist nema með upptöku annarrar myntar því þá lækka vextirnir og verðbólgan. 20% niðurfelling? Það væri gaman ef við gætum lækkað skuldir allra. En í raun myndi slíkt ekki breyta miklu. Ef við hefðum til dæmis lækkað skuldir heimilanna um 20% árið 2009 og 40 milljón króna lán hefði þá farið í 32 milljónir, væri það lán komið í 39 milljónir í dag, þökk sé verðbólgunni. Á móti værum við með 220 milljarða reikning og þyrftum að hækka skatta eða skera niður. Heimilin væru þannig í verri stöðu fjórum árum síðar.Breytum kerfinu Þess vegna er mikilvægt að breyta kerfinu því annars verðum við áfram föst og gerum ekki annað en að ýta vandanum áfram og yfir á börnin okkar. Það er hins vegar til ein leið úr þessu basli. Hún er sú að ljúka viðræðum við ESB og ganga í myntsamstarf á næsta kjörtímabili.27.apríl Þannig er valið skýrt í næstu kosningum. Annaðhvort breytum við kerfinu eða ýtum vandanum á undan okkur. Þess vegna telur Samfylkingin mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segja jafnaðarmenn: burt með verðtrygginguna og lækkum vextina. En af hverju er verðbólga? Verðbólgan skapast vegna breytinga á gengi krónunnar. Verðtryggingu var komið á 1980 til að tryggja að peningarnir héldu verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu. Þannig veldur verðbólgan því að lánin hækka. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu.Dýrari íbúðir Þess vegna borgum við meira fyrir íbúðirnar en aðrir. Krónan veldur hærri vöxtum og hærri verðbólgu. Úr þessum vítahring verður ekki komist nema með upptöku annarrar myntar því þá lækka vextirnir og verðbólgan. 20% niðurfelling? Það væri gaman ef við gætum lækkað skuldir allra. En í raun myndi slíkt ekki breyta miklu. Ef við hefðum til dæmis lækkað skuldir heimilanna um 20% árið 2009 og 40 milljón króna lán hefði þá farið í 32 milljónir, væri það lán komið í 39 milljónir í dag, þökk sé verðbólgunni. Á móti værum við með 220 milljarða reikning og þyrftum að hækka skatta eða skera niður. Heimilin væru þannig í verri stöðu fjórum árum síðar.Breytum kerfinu Þess vegna er mikilvægt að breyta kerfinu því annars verðum við áfram föst og gerum ekki annað en að ýta vandanum áfram og yfir á börnin okkar. Það er hins vegar til ein leið úr þessu basli. Hún er sú að ljúka viðræðum við ESB og ganga í myntsamstarf á næsta kjörtímabili.27.apríl Þannig er valið skýrt í næstu kosningum. Annaðhvort breytum við kerfinu eða ýtum vandanum á undan okkur. Þess vegna telur Samfylkingin mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar