Vinnuforkur sem lætur verkin tala Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Í Alþingiskosningunum ríður á að kjósendur velji fólk til starfa fyrir þjóðina sem treystandi er fyrir því að beita sér fyrir þjóðþrifamálum; fólk sem er fylgið sér og lætur verkin tala. Það er einnig afar mikilvægt að allir landshlutar hafi góðan málfylgjumann. Einn þessara þingmanna sem valið stendur um er Ólína Þorvarðardóttir sem býður sig fram fyrir Norðvesturkjördæmi. Á þeim fjórum árum sem Ólína hefur setið á Alþingi hefur hún áorkað miklu fyrir landsbyggðina og almenning. Hún flutti fyrsta þingmálið um gerð Súðavíkurganga með þingsályktunartillögu í janúar og er það í fyrsta skipti sem það mál er tekið upp með formlegum hætti í þinginu. Þá beitti hún sér fyrir því að Dýrafjarðargöng kæmust aftur inn á framkvæmdatíma samgönguáætlunar en göngin höfðu fallið þaðan út. Það varð til þess að samþykkt var að göngin færu inn á endurskoðaða samgönguáætlun þar sem framkvæmdatími gangnanna var ákveðinn 2015-2018. En Ólína hefur líka beitt sér mjög fyrir almannaréttindum. Eitt merkasta málið sem hún náði persónulega á kjörtímabilinu var breyting á lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum eftir díoxíðhneykslið sem kom upp í nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landinu. Þá skrifaði hún ítarlega greinargerð um laga- og stjórnsýsluumhverfi í umhverfis- og mengunarmálum og flutti í framhaldinu – og fékk samþykkt í þinginu – sérstakt frumvarp sem herðir mjög á upplýsingaskyldu stjórnvalda við almenning í umhverfismálum. Ólína hefur einnig látið sér annt um dýravelferð, enda sjálf mikill dýravinur sem sýnir sig í því að hún er virkur meðlimur í Björgunarhundasveit Landsbjargar og hestakona. Í stjórnarfrumvarpi, sem flutt var af atvinnuvegaráðherra, var gert ráð fyrir því að sett yrði inn sérstök lagaheimild til þess að gelda vikugamla grísi án deyfingar, og útivist látin nægja fyrir grasbíta á sumrin í stað beitar. Í atvinnuveganefnd beitti hún sér fyrir breytingu frumvarpsins, sem framsögumaður þess, og kom í veg fyrir að gelding ódeyfðra grísa yrði leidd í lög – sömuleiðis kom hún því inn að tryggja skuli grasbítum beit á grónu landi á sumrin. Enn er þó ónefnt það málefni sem Ólína hefur beitt sér hvað mest fyrir á þingi en það er fiskveiðistjórnunarmálið. Hún hefur barist fyrir breytingum á því kerfi og beitt sér mjög fyrir því að þjóðin fái að njóta arðs af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Veiðileyfagjaldið sem lögleitt var á síðasta ári felur í sér að þjóðin fái að njóta en ekki einungis fáir útvaldir. Fáir þingmenn, ef nokkrir, hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á þeim málaflokki og Ólína. Það skiptir gríðarlegu máli hverjir veljast inn á Alþingi. Verkefnið fram undan er að skapa hér nýtt og betra samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru leidd til öndvegis og íbúar landsins njóta arðs af auðlindum sínum. Ég hvet kjósendur Norðvesturkjördæmis til að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi sem hafa sýnt að þeir beri hag almennings fyrir brjósti. Þar tel ég Ólínu fremsta meðal jafningja.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar