Prinsipplaust samfélag Inga Sigrún Atladóttir skrifar 12. apríl 2013 07:00 Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öll munum við eftir einelti í barnaskóla og viljum trúa því að það finnist ekki lengur. Nýleg þverfagleg rannsókn sýnir þó að þrátt fyrir vitundarvakningu í skólum undanfarin ár bendir fátt til þess að einelti í íslenskum grunnskólum sé að minnka (Daníel Reynisson, Hjördís Árnadóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir, 2012). Þegar ég var í grunnskóla var menning okkar barnanna lituð af hræðslu við einelti. Þannig var það í flestum skólum og er kannski enn þá. Við vildum ekki gera neitt sem gat reitt ákveðna einstaklinga til reiði. Við reyndum að láta ekki á okkur bera og pössuðum að skara ekki fram úr til að auka ekki möguleikana á áreiti og stríðni.Sérhagsmunir og tengsl Það var gott að losna úr þessu umhverfi og koma í heim þeirra fullorðnu þar sem ég hélt að ríktu önnur lögmál. Um tvítugt vann ég eitt sumar á skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Þar var mér sagt að ef ég ætlaði að komast áfram í lífinu þyrfti ég að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði allt skynsamt ungt fólk. Það var rétt, á Eskifirði réð Hraðfrystihúsið hverjir bjuggu á staðnum, hvaða fyrirtæki lifðu og hver dóu og hvaða stjórnmálaskoðanir fólkið hafði. Það var allavega mín upplifun. Ég var kosin í sveitarstjórn Voga 2006 og sem oddviti minnihlutans taldi ég mig hafa góð tök á því að vinna að hagsmunum fjöldans innan kerfisins. Þá upplifði ég sömu menningu og í barnaskóla, ákvarðanir eru teknar áður en allir kjörnir fulltrúar koma að borðinu, í krafti sérhagsmuna og tengsla voru sumir alltaf sterkari en aðrir. Málefnaleg sjónarmið og gagnrýnin hugsun fengu ekki það vægi sem ég hélt að væri eðlilegt. Eftir kosningarnar 2010 var ég sá bæjarfulltrúi sem hafði flest atkvæði á bak við mig. Ég var í meirihluta og varð forseti bæjarstjórnar. Þá hélt ég mig hafa gott svigrúm til að koma hagsmunum almennings á framfæri. Í viðureigninni við stórfyrirtæki og hagsmunafélög komst ég að raun um að í íslensku samfélagi eru stjórnmálamenn aðeins peð í taflinu. Völd þeirra eru alls ekki eins mikil og ætla mætti. Afl þeirra til að koma fram sjónarmiðum almennings eru ekki alltaf mikil þrátt fyrir allt. Ég var komin í stöðu þess sem þarf að þóknast þeim sem sterkari eru, gæta þess að berjast ekki of harkalega og samþykkja að niðurstaða fámennra klíka sé kallað víðtækt samráð. Þetta er það prinsipplausa samfélag sem Styrmir Gunnarsson lýsir svo eftirminnilega. Þetta er hegðun sem við lærum í skólakerfinu og henni er viðhaldið alls staðar í samfélaginu. Það er eingöngu og aðeins vegna þess að við þorum ekki að ráðast gegn því, viljum ekki vera með vesen, vera óvinsæl, lenda í einelti, stríðni eða rógburði. Við viljum ekki vera frek og leiðinleg.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar