Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einkavæddu vatnið Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. apríl 2013 12:00 Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum. Alræmd einkavæðingarlög Fyrsta verk okkar jafnaðarmanna var að koma í gegn lögum sem bönnuðu sölu auðlinda úr opinberri eigu og til einkaaðila. Í framhaldi af því komust svo hinar mikilvægu jarðvarmaauðlindir á Reykjanesi í eigu ríkisins. Sem iðnaðarráðherra beitti ég mér fyrir því að afnema hin alræmdu einkavæðingarlög um yfirborðsvatnið og styrkja um leið almannaréttinn í gildandi vatnalögum. Við höfum líka tryggt þjóðinni eðlilega hlutdeild í þeim mikla arði sem til verður vegna verðmætis sjávarútvegsauðlindar okkar. Heildstæð auðlindastefna byggir á því að auðlindirnar sjálfar skuli vera í eigu eða umsjón þjóðarinnar og hún fái sanngjarnan hluta þess auðlindaarðs sem til verður vegna úthlutunar tímabundinna sérleyfa til nýtingar. Alþjóðlegir aðilar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa hvatt ríki til að innheimta hluta auðlindarentu, því slíkt getur skapað miklar tekjur sem gera viðkomandi ríkjum kleift að lækka aðrar álögur eða efla innviði. Þá hefur slíkt tilkall miklu minni neikvæð áhrif á hvata til fjárfestingar og uppbyggingar en hefðbundnir skattar og gjöld. Næsta verkefni er að gera langþráð stjórnarskrárákvæði um þjóðareign á auðlindum að veruleika og nýta til þess þá samstöðu sem náðist um breytingarákvæði í stjórnarskrá. Þjóðin á að krefja öll framboð um afdráttarlaus svör við því hvort þau hyggist standa að því hagsmunamáli.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar