Stóraukinn stuðningur við leigjendur Lúðvík Geirsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.Veruleg hækkun á mánuði Þessar breytingar þýða umtalsverða hækkun á stuðningi við leigjendur og mun stærri hópur leigjenda á nú rétt á húsnæðisbótum en áður. Sem dæmi um stóraukinn stuðning má nefna að hjón eða sambýlisfólk með eitt barn og 460 þús. krónur í mánaðartekjur fá eftir þessa hækkun rúmar 16.300 kr. á mánuði, en fengu áður engar bætur. Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn sem eru með mánaðarlegar heimilistekjur upp á 500 þús. kr. samtals fá eftir þessar hækkanir samtals 21.500 kr. í húsnæðisbætur á mánuði en fengu áður aðeins 3.000 kr. í bætur. Hér er því um verulega hækkun að ræða. Í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um nýtt húsnæðisbótakerfi undir forystu Samfylkingarinnar koma enn frekari úrbætur og stuðningur, ekki síst við leigjendur til framkvæmda um næstu áramót. Þá verður stuðningur við leigjendur og íbúðareigendur reiknaður út frá fjölda heimilismanna óháð aldri. Þannig verður hætt að skerða bætur þegar börn á heimili hafa náð 18 ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða allar húsnæðisbætur greiddar úr mánaðarlega sem er mikið framfaraskref.Mikilvægt réttlætismál Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna hefur lítið verið vikið að stöðu leigjenda, en þeir sem eru á leigumarkaði hafa þurft að bera mestu raunhækkunina vegna húsnæðiskostnaðar eftir efnahagshrunið. Á síðustu árum hefur leigjendum stórfjölgað og eru nú um fjórðungur allra á húsnæðismarkaði. Það er afar mikilvægt réttlætismál að jafna stöðu leigjenda að sambærilegu marki og sá stuðningur sem íbúðareigendur hafa fengið í formi stórhækkaðra vaxtabóta á síðustu árum. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Nú horfir til betri tíðar með stórauknum stuðningi við leigjendur. Fyrstu áfangar nýs húsnæðisbótakerfis hafa þegar tekið gildi og það er mikilvægt að Samfylkingin fái þann styrk og stuðning í komandi þingkosningum að tryggt verði að húsnæðisbótakerfið taki að fullu gildi um komandi áramót. Þeir sem eru á leigumarkaði ættu að hafa þessi lykilatriði skýrt í huga þegar þeir koma í kjörklefann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.Veruleg hækkun á mánuði Þessar breytingar þýða umtalsverða hækkun á stuðningi við leigjendur og mun stærri hópur leigjenda á nú rétt á húsnæðisbótum en áður. Sem dæmi um stóraukinn stuðning má nefna að hjón eða sambýlisfólk með eitt barn og 460 þús. krónur í mánaðartekjur fá eftir þessa hækkun rúmar 16.300 kr. á mánuði, en fengu áður engar bætur. Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn sem eru með mánaðarlegar heimilistekjur upp á 500 þús. kr. samtals fá eftir þessar hækkanir samtals 21.500 kr. í húsnæðisbætur á mánuði en fengu áður aðeins 3.000 kr. í bætur. Hér er því um verulega hækkun að ræða. Í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um nýtt húsnæðisbótakerfi undir forystu Samfylkingarinnar koma enn frekari úrbætur og stuðningur, ekki síst við leigjendur til framkvæmda um næstu áramót. Þá verður stuðningur við leigjendur og íbúðareigendur reiknaður út frá fjölda heimilismanna óháð aldri. Þannig verður hætt að skerða bætur þegar börn á heimili hafa náð 18 ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða allar húsnæðisbætur greiddar úr mánaðarlega sem er mikið framfaraskref.Mikilvægt réttlætismál Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna hefur lítið verið vikið að stöðu leigjenda, en þeir sem eru á leigumarkaði hafa þurft að bera mestu raunhækkunina vegna húsnæðiskostnaðar eftir efnahagshrunið. Á síðustu árum hefur leigjendum stórfjölgað og eru nú um fjórðungur allra á húsnæðismarkaði. Það er afar mikilvægt réttlætismál að jafna stöðu leigjenda að sambærilegu marki og sá stuðningur sem íbúðareigendur hafa fengið í formi stórhækkaðra vaxtabóta á síðustu árum. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Nú horfir til betri tíðar með stórauknum stuðningi við leigjendur. Fyrstu áfangar nýs húsnæðisbótakerfis hafa þegar tekið gildi og það er mikilvægt að Samfylkingin fái þann styrk og stuðning í komandi þingkosningum að tryggt verði að húsnæðisbótakerfið taki að fullu gildi um komandi áramót. Þeir sem eru á leigumarkaði ættu að hafa þessi lykilatriði skýrt í huga þegar þeir koma í kjörklefann.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar