Menntun í síbreytilegu samfélagi Björn Leví Gunnarsson skrifar 17. apríl 2013 07:00 Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum. Einu sinni skrifaði ég stutta grein um lagið Jail House Rock og giskaði á að það hefði fyrst verið flutt af Elvis Presley. Næstum allt hefur breyst síðan þá, upplýsingatæknin hefur breytt samfélaginu gríðarlega mikið, gríðarlega hratt. Menntakerfinu er ætlað að vera tæki til þess að kenna hvernig samfélagið virkar og að miðla hæfileikum til að skapa nýja þekkingu. Stundum dugar ekki að breyta bara því sem er kennt. Stundum þarf að breyta hvernig er kennt, hvernig menntakerfið sjálft virkar. Það er mjög mikil þróun í kennslu á internetinu, fjarkennsla hefur líka aukist gríðarlega og möguleikarnir eru óþrjótandi. Upplýsingar eru nú aðgengilegar hverjum sem vill vita og hefur engan áhuga á að giska.Samvinna um breytingar Píratar sjá fyrir sér ýmsar breytingar á menntakerfi Íslendinga í anda finnsku leiðarinnar. Breytingar sem geta bara gerst í samvinnu við kennara og nemendur. Breytingar svo sem jafnara vægi bók-, list- og verkmenntagreina, smærri bekkir, lítil sem engin heimavinna, fjölbreyttara námsmatskerfi og virðing fyrir störfum kennara. Miðað við núverandi mælingar á árangri menntakerfa víðs vegar um heiminn þá er það finnska talið vera það besta. Píratar gera sér hins vegar grein fyrir því að það er þörf á fjölbreyttara menntaumhverfi, sem er ekki eingöngu bundið við menntastofnanir, við lærum og kennum alls staðar. Í tillögum stjórnlagaráðs segir að menntun skuli miða meðal annars að vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Píratar vilja að námsgreinar í grunnnámi eigi að sinna fræðslu um þessi málefni og nokkur önnur til viðbótar. Viltu vera hjúkrunarfræðingur, múrari, leikari eða verkfræðingur? Hversu mikið vissir þú um hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór áður en þú fórst í raun og veru að vinna? Hversu mikið þurftir þú að giska? Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Rétt eins og lýðræði er best þegar allir taka þátt þá mælist árangur menntunar í þátttöku, við lærum ekki á samfélagið án þess að taka þátt í því. Við skiljum betur hvað við erum að læra og af hverju ef við fáum að glíma við vandamálin án milliliða í samvinnu við alla sem eiga hlut að máli. Píratar vilja samfélag upplýsingar, opins aðgengis, jafnréttis og borgararéttinda í síbreytilegu samfélagi. Slíkt samfélag byrjar í menntakerfinu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar