Stjórnarskráin er enn á floti Árni Þór Sigurðsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl. En er ástæða til að örvænta um breytingar á stjórnarskrá? Svo tel ég ekki vera. Breytingar á stjórnarskrá er flókið ferli og það er eðlilegt um slíka grundvallarlöggjöf. Hins vegar var rík krafa í samfélaginu í kjölfar hrunsins að gerðar yrðu gagngerar breytingar á stjórnarskránni, með nýjum mannréttindaákvæðum, endurskoðun stjórnskipunarinnar, ákvæðum um auðlindir í þjóðareigu, jöfnun atkvæðisréttar, þjóðaratkvæðagreiðslum o.fl. Við í Vinstri grænum studdum þær stjórnarfarsumbætur sem unnar voru af þjóðfundi, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði, þótt vissulega séu skiptar skoðanir um einstaka útfærslur. Þegar málið kom til kasta Alþingis varð ljóst að talsverð andstaða var við tillögur stjórnlagaráðs, fyrst og fremst af hálfu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Núverandi stjórnskipun gerir kröfu um að breytingar á stjórnarskrá séu samþykktar á tveimur þingum með alþingiskosningum á milli. Þess vegna var mikilvægt að ná sem breiðastri samstöðu um stjórnarskrárbreytingarnar, því ef næsta þing samþykkir þær ekki, hefði verið til lítils barist. Það er í þessu samhengi sem þess var freistað að ná fram tilteknum breytingum nú og tryggja áframhaldandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili, á þeim grunni sem unnið hefur verið. Að knýja fram breytingar með minnsta meirihluta, jafnvel með því að stöðva umræðu um málið á Alþingi, hefði verið ávísun á að breytingarnar hefðu ekki náð fram á næsta þingi. Þá fyrst hefði málið raunverulega dáið drottni sínum. Þetta er blákaldur raunveruleikinn sem menn verða að horfast í augu við, þótt sárt sé. Í mínum huga var það ekki góður kostur. Tillaga formanna Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um að á næsta kjörtímabili væri heimilt að gera breytingar á stjórnarskránni án þess að það tæki endilega heilt kjörtímabil var þess vegna nauðsynleg til að tryggja málinu framhaldslíf. Nú er deilt um hvort svokallaður samþykkisþröskuldur, þ.e. 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja breytingar, sé eðlilegur eða sanngjarn. Hann er vissulega hár en þó lægri en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar höfðu lagt til, sem var 50%. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði lagt til 25%. Hér var því um ákveðna málamiðlun að ræða. Vinstri græn munu beita sér fyrir því að stjórnarskrármálið verði strax tekið upp á nýju þingi og unnið áfram með þær tillögur að nýrri stjórnarskrá sem fyrir liggja, með það að markmiði að unnt verði að kjósa um þær, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2014. Það ætti að tryggja góða þátttöku og miðað við reynslu okkar á Íslandi, þar sem kosningaþátttaka er almennt í kringum 80%, þýðir 40% samþykkisþröskuldur í raun samþykki einfalds meirihluta. Það er alls ekki óviðráðanlegt. Þess vegna er stjórnarskrármálið enn á floti, en til þess þarf að tryggja að þeir flokkar sem helst hafa beitt sér gegn nýrri stjórnarskrá, fái ekki stöðu til þess að stöðva málið. Við Vinstri græn viljum hiklaust halda málinu áfram og tryggja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun