Bullið í Oddnýju Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar