Mannréttinda-Ögmundur Arndís Soffía Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Þegar vinstri stjórnin tók við hafði ráðherra í ráðuneyti dómsmála verið hægri maður sleitulaust frá 1989. Það er langur tími til að hafa tækifæri til að beita valdi sínu til góðra verka. Það var þó ekki fyrr en vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson varð ráðherra sem mannréttindi voru sett á oddinn í ráðuneytinu. Að sinna mannréttindamálum varð hluti af skilgreindu hlutverki ráðuneytisins. Úr varð dóms- og mannréttindamálaráðuneyti. Heitið var táknrænt fyrir að vera ekki bara ráðuneyti kerfisins heldur líka fólksins. Síðar á kjörtímabilinu voru þessi málefni færð með samgöngumálum undir hatt núverandi innanríkisráðuneytis. Verkin tala Mannréttindi voru sett á oddinn og tekið var til hendinni. Sett var á fót ný staða fulltrúa mannréttindamála í ráðuneytinu sem ekki var til áður. Sá hefur alfarið á sinni könnu að sinna málefnum er varða mannréttindi og af nógu er að taka. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur Ögmundur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára. Undirbúningur áætlunarinnar var í samráði við stjórnsýslu, fræðasamfélag og frjáls félagasamtök í opnu og umfangsmiklu samráði. Unnið markvisst gegn ofbeldi Hér ber auðvitað hæst kraftmikil barátta gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hegningarlögum hefur verið breytt til að styrkja réttarvernd barna gegn ofbeldi. Sem dæmi má nefna að nú má refsa þeim sem seldur er undir íslenska lögsögu fyrir kaup á barnavændi óháð því hvar í heiminum brotið á sér stað. Þetta er gríðarmikilvægt skref til þess að stuðla að vernd allra barna fyrir ofbeldi, ekki bara á Íslandi. Komið hefur verið á laggirnar og staðið að vitundarvakningu um kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi, í samvinnu við ráðuneyti mennta- og velferðarmála. Fjármagni hefur verið veitt í að styðja við forvarnir sem unnar eru af grasrótarsamtökum. Átakið hefur skilað stuttmyndinni Fáðu já og fræðslu fyrir börn í öðrum bekk um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í formi brúðuleikhúss í samstarfi við samtökin Blátt áfram. Staðið hefur verið fyrir umfangsmiklu samráðsferli um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og stórum alþjóðlegum ráðstefnum, minni samráðsfundum og ráðist hefur verið í lagabreytingar. Nýlegur samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, svokallaðan Istanbúl-samning, er nú til umfjöllunar í ráðuneytinu. Ráðuneytið vinnur nú að úrvinnslu niðurstaðna úttektarinnar með fullgildingu samningsins að leiðarljósi. Þrátt fyrir að við séum í efsta sæti yfir besta jafnréttislandið í heimi fjórða árið í röð heldur Ögmundur áfram að vinna að jafnrétti með því að stuðla að því að enda ofbeldi gegn konum. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hrósað Íslandi fyrir lagabreytingar í þágu mannréttinda og jafnréttis til dæmis vegna innleiðingar hinnar svokölluðu austurrísku leiðar en hún snýst um að ofbeldismaður á heimili er fjarlægður þaðan í stað þess að þolandi og e.t.v. börn þurfi að fara að heiman. Þá hefur kaup á vændi verið bannað. Sett hefur verið á laggirnar fagráð um kynferðisbrot innan trúfélaga þegar komu upp kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni. – og fleira… Barnalögum hefur verið breytt þannig að deilum foreldra um forsjá og umgengni hefur í auknum mæli verið beint í sáttafarveg í stað þess að slíkar deilur séu leystar í dómsölum. Þegar í ljós kom að það var kynbundinn launamunur í innanríkisráðuneytinu var hann leiðréttur. Unnið hefur verið að því að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Búið er að breyta kosningalögunum. Áhersla hefur verið lögð á að breyta útlendingalögunum með mannúð og skilvirkni að leiðarljósi. Þetta er langt frá því að vera tæmandi talning á því sem gert hefur verið í innanríkisráðuneytinu og varðar mannréttindi og jafnrétti en mér þykir merkilegt að margt af þessu hafi ekki verið gert fyrir löngu síðan. Árangur Það er gríðarlega mikilvægt að opnað sé á umræðu um þau grófu ofbeldisbrot sem hér er fjallað um. Það leiðir til þess að fólk er frekar tilbúið til að stíga hið þunga skref út úr þeim skelfilegu aðstæðum sem það er í vitandi það að samfélagið mun mæta því með skilningi en ekki fordómum. Engum hefur dulist sú mikla umræða sem farið hefur fram um þessi ofbeldisbrot að undanförnu og nú er svo komið að fjöldi kæra hjá lögreglu vegna kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum. Í síðustu viku var samþykkt að verja 79 milljónum króna á næstunni til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og saksóknurum til að takast á við aukin verkefni vegna rannsóknar og meðferðar kynferðisbrotamála á Íslandi. Pólitík skiptir máli – enda þurfti róttækan vinstri mann í ráðuneytið til að hreyfa við þessum mikilvægu málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Þegar vinstri stjórnin tók við hafði ráðherra í ráðuneyti dómsmála verið hægri maður sleitulaust frá 1989. Það er langur tími til að hafa tækifæri til að beita valdi sínu til góðra verka. Það var þó ekki fyrr en vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson varð ráðherra sem mannréttindi voru sett á oddinn í ráðuneytinu. Að sinna mannréttindamálum varð hluti af skilgreindu hlutverki ráðuneytisins. Úr varð dóms- og mannréttindamálaráðuneyti. Heitið var táknrænt fyrir að vera ekki bara ráðuneyti kerfisins heldur líka fólksins. Síðar á kjörtímabilinu voru þessi málefni færð með samgöngumálum undir hatt núverandi innanríkisráðuneytis. Verkin tala Mannréttindi voru sett á oddinn og tekið var til hendinni. Sett var á fót ný staða fulltrúa mannréttindamála í ráðuneytinu sem ekki var til áður. Sá hefur alfarið á sinni könnu að sinna málefnum er varða mannréttindi og af nógu er að taka. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar hefur Ögmundur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára. Undirbúningur áætlunarinnar var í samráði við stjórnsýslu, fræðasamfélag og frjáls félagasamtök í opnu og umfangsmiklu samráði. Unnið markvisst gegn ofbeldi Hér ber auðvitað hæst kraftmikil barátta gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hegningarlögum hefur verið breytt til að styrkja réttarvernd barna gegn ofbeldi. Sem dæmi má nefna að nú má refsa þeim sem seldur er undir íslenska lögsögu fyrir kaup á barnavændi óháð því hvar í heiminum brotið á sér stað. Þetta er gríðarmikilvægt skref til þess að stuðla að vernd allra barna fyrir ofbeldi, ekki bara á Íslandi. Komið hefur verið á laggirnar og staðið að vitundarvakningu um kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi, í samvinnu við ráðuneyti mennta- og velferðarmála. Fjármagni hefur verið veitt í að styðja við forvarnir sem unnar eru af grasrótarsamtökum. Átakið hefur skilað stuttmyndinni Fáðu já og fræðslu fyrir börn í öðrum bekk um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í formi brúðuleikhúss í samstarfi við samtökin Blátt áfram. Staðið hefur verið fyrir umfangsmiklu samráðsferli um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu og stórum alþjóðlegum ráðstefnum, minni samráðsfundum og ráðist hefur verið í lagabreytingar. Nýlegur samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, svokallaðan Istanbúl-samning, er nú til umfjöllunar í ráðuneytinu. Ráðuneytið vinnur nú að úrvinnslu niðurstaðna úttektarinnar með fullgildingu samningsins að leiðarljósi. Þrátt fyrir að við séum í efsta sæti yfir besta jafnréttislandið í heimi fjórða árið í röð heldur Ögmundur áfram að vinna að jafnrétti með því að stuðla að því að enda ofbeldi gegn konum. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur hrósað Íslandi fyrir lagabreytingar í þágu mannréttinda og jafnréttis til dæmis vegna innleiðingar hinnar svokölluðu austurrísku leiðar en hún snýst um að ofbeldismaður á heimili er fjarlægður þaðan í stað þess að þolandi og e.t.v. börn þurfi að fara að heiman. Þá hefur kaup á vændi verið bannað. Sett hefur verið á laggirnar fagráð um kynferðisbrot innan trúfélaga þegar komu upp kynferðisbrot í kaþólsku kirkjunni. – og fleira… Barnalögum hefur verið breytt þannig að deilum foreldra um forsjá og umgengni hefur í auknum mæli verið beint í sáttafarveg í stað þess að slíkar deilur séu leystar í dómsölum. Þegar í ljós kom að það var kynbundinn launamunur í innanríkisráðuneytinu var hann leiðréttur. Unnið hefur verið að því að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Búið er að breyta kosningalögunum. Áhersla hefur verið lögð á að breyta útlendingalögunum með mannúð og skilvirkni að leiðarljósi. Þetta er langt frá því að vera tæmandi talning á því sem gert hefur verið í innanríkisráðuneytinu og varðar mannréttindi og jafnrétti en mér þykir merkilegt að margt af þessu hafi ekki verið gert fyrir löngu síðan. Árangur Það er gríðarlega mikilvægt að opnað sé á umræðu um þau grófu ofbeldisbrot sem hér er fjallað um. Það leiðir til þess að fólk er frekar tilbúið til að stíga hið þunga skref út úr þeim skelfilegu aðstæðum sem það er í vitandi það að samfélagið mun mæta því með skilningi en ekki fordómum. Engum hefur dulist sú mikla umræða sem farið hefur fram um þessi ofbeldisbrot að undanförnu og nú er svo komið að fjöldi kæra hjá lögreglu vegna kynferðisbrota hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum. Í síðustu viku var samþykkt að verja 79 milljónum króna á næstunni til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og saksóknurum til að takast á við aukin verkefni vegna rannsóknar og meðferðar kynferðisbrotamála á Íslandi. Pólitík skiptir máli – enda þurfti róttækan vinstri mann í ráðuneytið til að hreyfa við þessum mikilvægu málum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar