Innihaldsríkt samstarf skóla og heimila Ragnar Þorsteinsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með grunnskólalögum frá 1995 að aðkoma foreldra að skólastarfi varð lögbundin. Stofnuð voru foreldraráð við hvern skóla sem fengu það hlutverk að fjalla um og gefa umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem vörðuðu skólastarfið. Eins og jafnan gerist við grundvallarbreytingar þá eru uppi ýmsar skoðanir um ágæti hlutanna og eins var það við þessa breytingu. Sótt var á og spyrnt á móti til skiptis. SAMFOK gegndi á þessum tíma afar mikilvægu hlutverki og vann ötullega að málefnalegu samstarfi foreldra og grunnskóla borgarinnar. Traust samstarf tókst á milli skólayfirvalda í Reykjavík og SAMFOK og hefur allar götur síðan verið hið ágætasta. Í dag lítur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar á foreldrasamtökin sem helsta bandamann í því sameiginlega verkefni að öllum börnum og ungmennum líði vel, fari stöðugt fram og öðlist menntun fyrir líf og starf.Áhrif foreldra eru mikil Margar rannsóknir hafa á liðnum árum verið gerðar á gildi samstarfs skólaforeldra og grunnskóla. Þær hafa leitt í ljós að áhrif foreldra á námsárangur barna eru mun meiri en almennt var talið. Það eru fyrst og fremst umræður á heimilinu og viðhorf foreldra til menntunar og náms sem vega þungt. Þar er verið að tala um væntingar foreldra til barna sinna, áhuga þeirra á daglegu starfi þeirra, skólastarfinu almennt, stuðningi þeirra og hvatningu. Góðir skólaforeldrar hafa ekki aðeins mikil áhrif á námsárangur barna sinna heldur líður börnum þeirra betur í skólanum og þau eiga mun sjaldnar við hegðunarvandamál að etja. Sýnt hefur verið fram á að það sem einkum skilur á milli barna sem vegnar vel í skóla og hinna sem vegnar ekki nægilega vel er hvernig foreldrar þeirra gegna hlutverki sínu sem skólaforeldrar. Forsenda þess að foreldrar geti rætt um skólastarfið, stutt barnið sitt og haft raunhæfar væntingar er að þeir þekki daglegt skólastarf vel og eigi raunverulega hlutdeild í því. Það nægir ekki að foreldrar séu gestir í skólanum, fái upplýsingar þaðan og taki þátt í félagsstarfinu heldur eiga þeir að upplifa skólann sem samstarfsaðila um velferð barnsins. Skólinn og foreldrar bera sameiginlega ábyrgð. Eitt mikilvægasta hlutverk skólans er því að finna leiðir til að veita öllum foreldrum hlutdeild í námi barna þeirra á uppbyggilegum forsendum. Mikilvægt er að skólinn horfist í augu við þá staðreynd að hann er hluti fjölmenningarsamfélags í víðum skilningi þess orðs. Fjölskyldur eru ólíkar og hafa ólíkar væntingar og viðhorf til skólans.Styðjum börnin okkar markvisst Því hefur verið haldið fram á að skólinn hafi meðvitað eða ómeðvitað haldið foreldrum of mikið utan við allar mikilvægar ákvarðanir og að of margir foreldrar séu þakklátir fyrir að þurfa ekki að hafa of mikil afskipti af skólastarfinu. Ef slíkt verklag er við lýði fá nemendur ekki þann stuðning sem þeir þurfa og enginn getur betur gefið en foreldrar þeirra. Þeir eru sannarlega mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna og þurfa því að eiga virka hlutdeild í skólalífi þeirra. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 er áhersla lögð á foreldrasamstarf sem byggir á lýðræði og fjölbreytni. Markmiðið er að skólaforeldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir. Allir grunnskólar Reykjavíkur setja sér áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra til að tryggja að það sé markvisst og í skilgreindum farvegi. Ég hvet foreldra allra grunnskólabarna og skólafólk til að taka höndum saman og standa vörð um velferð og nám barna og ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur. Á 30 ára afmæli SAMFOK hef ég þær væntingar að innihaldsríkt samstarf skóla og heimila um velferð barna og ungmenna haldi áfram að styrkjast og að foreldrasamtökin og Reykjavíkurborg eigi fyrir höndum farsælt samstarf til langrar framtíðar. Á þessum tímamótum í starfi SAMFOK vil ég fyrir hönd skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þakka fyrir gefandi samstarf á liðnum árum um leið og ég óska samtökunum velfarnaðar í allri framtíð.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun