Velferð aldraðra og stöðugleiki Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 22. apríl 2013 07:00 Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar