Eva Joly sagði það Ögmundur Jónasson skrifar 23. apríl 2013 06:00 Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar