Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Sigurður Ragnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar