Skapandi greinar eða skapandi skattar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000. Bresk stjórnvöld hafa lengi vel sinnt þessum hluta hagkerfisins vel. Talið er að skapandi greinar telji um 10% af útflutningstekjum þeirra og þar í landi eru stjórnvöld sannfærð um að þetta sé bara byrjunin – tækifærin eru mikil. Þar er talið að þrennt skipti þessar greinar mestu máli: Skattalegir hvatar fyrir fjárfesta, kynning bæði á heimamarkaði og erlendis og síðast en ekki síst einfalt skatta- og regluumhverfi.Nýtum tækifærið Á sama tíma og fjármagni er lofað í verkefnasjóði skapandi greina hefur fráfarandi ríkisstjórn skapandi skatta innleitt 200 skattabreytingar og flækt starfsumhverfi fyrirtækja verulega. Einnig hefur pólitískum og efnahagslegum stöðugleika verið ábótavant og því er lítið sem ekkert um innlendar og erlendar fjárfestingar. Þetta bitnar illa á þeim litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem nú starfa í greinunum og vinnur á móti því fjármagni sem verið er að setja stoðkerfi greinarinnar. Stjórnvöld verða að fylgja þessum greinum vel úr hlaði og til þess að svo megi verða þarf að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og stuðla að fjárfestingu í skapandi greinum. Stoðkerfið þarf að vera einfalt, skilvirkt og á forsendum fyrirtækjanna en ekki stjórnvalda – þannig skilar fjármagnið sér best til verkefnanna sjálfra en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Við skulum nýta það tækifæri sem felst í þessum greinum og þeim verðmætum sem hægt er að skapa. Þá má líta til Bretlands og annarra landa sem hafa stuðlað að auknum vexti og fjölgun starfa vegna sinnar stefnumótunar gagnvart skapandi greinum. Á Norðurlöndunum er staðreyndin til að mynda sú að á meðan hagvöxtur hefur dregist saman þar eins og annars staðar í efnahagslægð síðustu ára hefur þó aukist þar hagvöxtur í skapandi greinum. Það er ljóst að til þess að auðlindin sem hugvitið er vaxi og búi til fjölda fjölbreyttra starfa þarf að hverfa frá þeirri stefnu skapandi skatta sem hér hefur ríkt og horfa til uppbyggingar skapandi greina.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun