Verðbólgubálið aukið Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun