Skoðun

Ég kem af hökkurum!

Þórgnýr Thoroddsen skrifar
Í hverri fjölskyldu er þúsundþjalasmiður af einhverjum toga. Það eru pabbi og mamma sem smíða, prjóna og elda eins og þau hafi ekkert annað gert, systkinið sem getur gert við allar vélar og jafnaldrinn sem sér til þess að allar tölvur séu í standi hjá öllum. Þetta er fólkið sem lætur ekki kenna sér hlutina, þetta er fólkið sem lærir hlutina.

Í dag eru nokkur tískuorð til yfir svona fólk enda hugtakið þúsundþjalasmiður vísast nokkuð úr sér gengið og ekki nægilega yfirgripsmikið. Á ensku hefur orðið „Maker“ fengið nokkuð fylgi og sömuleiðis hugtakið „Hacker“, eða hakkari sem hefur þó fengið miður neikvæða hliðarmerkingu.

Þekkt er að hugtakið var í reynd notað meðal radíóamatöra á sjötta áratug síðustu aldar yfir þá sem nutu þess að skilja hvernig græjurnar virkuðu, gerðu sér það til leiks að „hakka“ til þess að bæta tólin eða fundu nýjar og betri leiðir. Snillingarnir í Mythbusters þáttunum eru skólabókarhakkarar samkvæmt þessari skilgreiningu.

Píratar eru hakkarar því þeir beita sameiginlegum þekkingarþorsta sínum til að búa til nýjar leiðir til að vinna að verkefnum komandi kjörtímabils. Við erum tilbúin til að vinna með öllum sem nenna að hakka stjórnkerfið með okkur. Gerum þetta betra saman!

Ég er hakkari líka því að ég er mannlegur. Ég geri mistök. Ég vil bæta mig og ég vil bæta samfélagið mitt.

x.piratar.is er fyrsta hakkið af fjöldamörgum sem munu breyta Íslandi. Á þessu kerfi gefst öllum tækifæri til að taka þátt í stjórnsýslu landsins. Vertu með. Vertu hakkari!




Skoðun

Sjá meira


×