Er ein skoðun betri en gott starf? Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni. Þeir sem e.t.v. brutu lög við sínar fjármála–hundakúnstir eru fyrir rétti, rituð hefur verið rannsóknarskýrsla um það sem fór úrskeiðis, atvinnuleysi er nú með því lægsta sem gerist (4,7%) en var 9,3% í upphafi kjörtímabilsins, útflutningsiðnaður dafnar, ferðaþjónustan sömuleiðis og nýsköpunargreinar. Fjárlagahalli og verðbólga hafa minnkað gríðarlega. Framfarir hafa orðið í jafnréttismálum á kjörtímabilinu, ráðuneytum fækkað, sköpuð stefna í umhverfismálum og þannig var haldið á Icesave-málinu að það tókst að sigla því í heila höfn. Framlag Sigmundar Davíðs þar var að hann hafði eina skoðun á því máli og skipti aldrei um skoðun. Hann framkvæmdi ekki neitt. Það var forseti vor sem skóp farveginn fyrir nei-ara og svo ríkisstjórnin sem vann skörulega að málflutningi fyrir EFTA-dómstóli. Fyrir sína einu skoðun uppsker Sigmundur Davíð nú mikið, því hann getur nú selt fólki þá ímynd að hann geti með staðfastri skoðun samið við útlenda eigendur bankanna um að þeir skilji hér eftir peninga sem verður hægt að ráðstafa til þess að lækka húsnæðisskuldir. Getur Sigmundur Davíð gert það? Við verðum að trúa því, eins og því að Jesús hafi breytt vatni í vín. En hver var það sem skapaði samningsstöðuna? Jú það var lagasetning nr. 17/2012 sem ríkisstjórnin stóð að. Framsóknarflokkurinn studdi þá lagasetningu ekki og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti. Við vitum að Sigmundur Davíð getur haft staðfasta skoðun þegar kemur að peningum útlendinga. En hvað getur hann framkvæmt?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun