Hvað kostar frelsið? Viktor Hrafn Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun