Fæðuöryggi inn í kjörklefann Svala Georgsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu. Pólítisk rétthugsun, sem felur í sér hugmyndafræði um eftirlit með iðnaði, hefur gjarnan verið lítillækkuð og stimpluð sem „forsjárhyggja“. Kannski er það ástæða þess að framleiðendur hika ekki við að ganga jafn langt og raun ber vitni. Matvælaframleiðsla í Evrópu er orðin að stóriðju og með stóriðjuháttum fylgja ýmis vandkvæði. Því fleiri sem koma að framleiðslunni því minna eftirlit er með afurðinni. Því fleiri framleiðendur því minni ábyrgð. Kalla þurfti inn 50.000 tonn af mögulegu hrossakjöti sem búið var að dreifa á 370 fyrirtæki í mismunandi löndum. En það er margt fleira varhugavert í unnum matvælum, eins og bragð- og útfyllingarefni. Til dæmis sterkjusíróp eða „high fructose corn syrup“ sem er framleitt úr ódýrum erfðabreyttum maís. Glútamat (e-621) og sætuefnin Aspartam og Acesúlfam hafa einnig verið umdeild en þau eru mjög ódýr aukaefni sem framleiðendur hagnast töluvert á að nota í stað sykurs, sem er dýr! Fyrirtæki geta þannig leyft sér að auglýsa sykurlausu vörurnar sérstaklega því þær kosta neytendur jafn mikið. Það getur því verið gott að venja sig á að skoða innihaldslýsingar á matvörum áður en þær fá að fara í vörukörfuna. Með því að hafna unnum matvælum geta neytendur haft áhrif á framboðið því framleiðendur starfa samkvæmt eftirspurn neytenda. Mátturinn til að hafa áhrif er því okkar! En hvaða vörum er hægt að treysta? Lífrænt vottaðar afurðir gangast undir stöðugt eftirlit til að uppfylla lágmarkskröfur fyrir vottun. Þær lúta alþjóðlegum stöðlum og mikilvægt er að finna stimpilinn á vörunni sem staðfestir að hún sé pottþétt 100% lífrænt vottuð. Á Íslandi þurfa fyrirtæki að gangast undir strangt aðlögunarferli í samstarfi við vottunarstofuna Tún til að öðlast og viðhalda vottun. Þetta er kostnaðarsamt ferli fyrir framleiðendur en þar sem eftirspurn er sífellt að aukast eftir heiðarlegri og rekjanlegri framleiðslu, er þetta skref sem sífellt fleiri vilja taka. Það getur reynst neytendum erfið tilhugsun að færa sig yfir í lífrænt vottað fæði. Sjálf hef ég lært að sigta út heilnæmar vörur með því skoða innihaldslýsingar. Best hefur mér fundist að styðja við íslenska bændur og kaupa sem mest ferskt. Það sparaðist mikið þegar við hættum að kaupa unnin matvæli og fyrir vikið er ekki mikið dýrara að kaupa lífrænt vottaðar vörur í bland við aðrar. Solla Eiríksdóttir hráfæðiskokkur skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sinni í vikunni; „Ég auglýsi eftir stjórnmálaflokki sem þorir að setja á stefnuskrá sína: Lífrænt Ísland.“ Fæðuöryggi er ein af undirstöðum góðrar heilsu og þetta er málaflokkur sem skiptir okkur máli. Borðum því heilnæmt fæði í sátt við umhverfið og vistkerfin okkar! Mengum minna, hleypum dýrunum út og stöðvum verksmiðjubúskap! Þetta er hægt að styðja með því að velja lífrænt vottaðar afurðir. Höfum náttúruvernd og fæðuöryggi með okkur inn í kjörklefann og kjósum grænan flokk sem styður lífræna ræktun!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar