Fyrir fólkið í landinu Katrín Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin. Vinstri græn vilja að hér byggist upp samfélag jöfnuðar og velmegunar þar sem verðmætasköpun byggist á fjölbreyttu atvinnulífi. Samfélag þar sem stefnt er að velsæld til lengri tíma en ekki gripið til stórvaxinna skammtímalausna. Það er nefnilega eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri næstu áratuga. Það skiptir því miklu máli að horfa til langs tíma við allar aðgerðir og hafa þar í huga hagmuni komandi kynslóða ekki síður en okkar. Vinstri grænna hafa skýr markmið. Aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk eins og sú hugsun að ganga ekki þannig á náttúruna að við skerðum lífsskilyrði komandi kynslóða. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar og byggja hagvöxt á hugviti. Vinstri græn hafa skýr markmið fyrir komandi kjörtímabil. Við höfum lagt fram áætlun í ríkisfjármálum fyrir næsta kjörtímabil sem gerir ráð fyrir að hægt verði að auka framlög til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála um 50-60 milljarða króna. Hún byggir á hagsspá Hagstofunnar, engum skatthækkunum og aukinni rentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Við ætlum að halda áfram að búa til þá grænu framtíð sem við höfum nú þegar unnið að á kjörtímabilinu. Þar skiptir miklu máli að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfið en skapa um leið aukin verðmæti. Þar munum við leggja sérstaka áherslu að bæta rekstrarskilyrði lítilla fyrirtækja og halda áfram uppbyggingu hinna skapandi greina, ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Um leið er mikilvægt að efla grunnatvinnuvegina enda byggist nýsköpun ekki síst á því að auka verðmæti sjávarfangs og landbúnaðarafurða. Aukin verðmætasköpun mun skila betri kjörum fyrir fólkið í landinu sem er forgangsverkefni. Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga náttúruna og tækifæri komandi kynslóða. Við getum bætt kjör almennings. Í þessum efnum eru Vinstri græn skýr valkostur fyrir fólkið í landinu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar