Menntun á forsendum nemenda Ólafur Þór Jónsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Menntun á að vera aðgengileg og ánægjuleg fyrir alla, þannig er hægt að ná því besta út úr nemandanum. Það er hinsvegar ekki öllum vel fært að stunda nám og því er mikilvægt að öllum séu gefin jöfn tækifæri. Nemandinn nýtir þá styrkleika sína og getur stundað nám við sitt hæfi. Til þess þurfa einstaklingar að fá aukið svigrúm til að ráða námshraða og skipulagi náms í samræmi við námsgetu. Veita þarf þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða meira aðhald og leita þannig leiða til þess að þjóna þörfum allra nemenda svo þeir geti tekið framförum í námi sínu. Skilvirkni og fjölbreytni er forsenda ánægjulegrar skólagöngu. Fyrir þroska barns er ekki nóg að sitja í skólastofu allan daginn, auka þarf fjölbreytni skóladagsins með því að flétta saman uppbyggilegu frístundastarfi í bland við skólastarf meðal annars með því að auka vægi íþrótta, lista og félagsfærni í námi. Í framhaldi af því er mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila verði bundin í lög, því þar fer fram frábært uppbyggilegt nám sem ekki er einskorðað við skólabækur. Allir unglingar eiga að hafa greiðan aðgang að félagsmiðstöðvum óháð búsetu og fjármagni. Á framhaldsskólastigi er mikilvægt að auka vægi iðn- og starfsmenntunar svo allir hafi aðgang að námi við sitt hæfi og gera framhaldsskólanám að góðum undirbúningi, bæði fyrir framhaldsnám og atvinnulífið.Hærri framlög til háskóla Samfylkingin leggur áherslu á að efla háskóla á Íslandi og hækka framlög til þeirra svo þeir standi jafnfætis öðrum háskólum á Norðurlöndunum. Háskólar verða að vera skilvirkir og því vera í nánum tengslum við atvinnulífið og vinna stöðugt að því að mæta þörfum almennings fyrir menntaðan mannauð og rannsóknir. Fjölga þarf tæknimenntuðum einstaklingum til að mæta þörfum íslenskra fyrirtækja. Brýnt er að hækka grunnframfærslu námslána svo hún verði jafnhá neysluviðmiðum og áríðandi er að að hún verði greidd út mánaðarlega til þess að losa námsmenn undan yfirdráttarlánum. Nám á að vera hvetjandi og er því áríðandi að koma í höfn tillögu um að breyta hluta námslána í styrk ef lánþegi klárar nám sitt á tilsettum tíma. Samfylkingin er eini flokkurinn sem setur menntamál á oddinn fyrir komandi kosningar. Námsmenn eiga að krefjast þess að menntamál séu forgangsmál í íslenskum stjórnmálum, það er löngu orðið tímabært. Samfylkingin leggur áherslu á að menntakefinu verði breytt með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar, það er að gefa öllum tækifæri til að virkja hæfileika sína, stuðla að þroska einstaklingsins og veita honum góðan undirbúning fyrir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Setjum X við S ef við viljum menntamál sem forgangsmál.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun