Auðlindirnar okkar Jón Gunnar Björgvinsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu. Okkur hefur hins vegar ekki tekist nógu vel til með nýtingu auðlindanna. Aflaheimildum er úthlutað á grunni forréttinda og sérhagsmunaöfl seilast sífellt meir í aðrar sameiginlegar auðlindir okkar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að einkavæða vatnið og í kjölfarið átti að einkavæða Landsvirkjun og Orkuveituna. Án nokkurs vafa hefði það nú þegar tekist ef efnahagskerfi okkar hefði ekki hrunið til grunna haustið 2008. Fyrstu skrefin voru lög um þjóðlendur og vatnalögin. Þessi lög tryggðu fullt eignarhald á vatni. Lykilatriði! Í ærsladansinum upp úr miðjum síðasta áratug fóru svo einkaaðilar að stofna félög ásamt orkuveitunum. Er þar helst að nefna REI. En það var aðeins fyrsta skrefið inn í veiturnar. Meðal þess sem gerði mönnum kleift að seilast svona í vatnið, veiturnar og orkuna var tíðarandinn og jafnframt að mun minni deilur voru um kvótakerfið en verið höfðu árin á undan. En á meðan hart er deilt um eignarhald á kvótanum er erfitt að ganga í það óþverraverk að sölsa aðrar auðlindir undir sig. Frekari atlaga Engum skyldi til hugar koma að ekki verði frekari atlaga gerð að auðlindum okkar. Nú á td. að koma Landsvirkjun í hendur einkaaðila með milligöngu lífeyrissjóðanna. Hljómar saklaust: Lífeyrissjóðirnir eru jú okkar sameiginlega eign - næstum opinberir aðilar. En gætum að því hverjir halda um stjórnartaumana þar. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá er okkur almenningi nauðsyn. Það er einnig ástæða þess að ekki var vilji til að samþykkja stjórnarskrána og er ástæða þess að aldrei verður þverpólitísk sátt um þessar stjórnarskrárbreytingar: Sérhagsmunaöflin ætla sér að slá eignarhaldi sínu á sameiginlegar eignir okkar. Nú er barist um fiskimiðin. Þar er víglínan í dag. Um leið og við gefum þær eftir og viðurkennum forréttindi örfárra yfir sjávarauðlindinni verður barist um aðrar auðlindir: Og þá verður við ofurefli að etja. Þetta er meginástæða þess að við berjumst fyrir réttlátri fiskveiðistjórnun. Þetta er ástæða þess að aldrei má gefa sjávarauðlindina eftir. Þetta er ástæða þess að við verðum að kjósa óspillt stjórnmálaöfl í komandi kosningum!
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar