Að kunna að tapa Margrét S. Björnsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar