Að kunna að tapa Margrét S. Björnsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin beið fyrirséð afhroð í þingkosningunum. Það er list að sigra, en meiri að kunna að taka ósigri. Algeng, en ekki uppbyggileg viðbrögð, eru að benda á aðra, ekki horfa í eigin barm. Ýmsir félagar Samfylkingarinnar hafa beint sjónum að formanni flokksins sem tók við fyrir aðeins tólf vikum, þegar flokkurinn var með 12% fylgi í skoðanakönnunum. Skýringin er því miður ekki svona einföld, þá þyrfti ekki annað en að skipta um karlinn í brúnni og málið dautt!Verðum að hafa jarðsamband Nær er að horfa á flokkinn í heild, málflutning hans, stefnu og verk. Var forgangsröðin rétt? Vanmátum við ekki erfiðleika fjölskyldna, þrátt fyrir fjölda ráðstafana ríkisstjórnarinnar? Ekki einungis hafa lán hækkað, heldur bættist við að tekjumöguleikar minnkuðu, skattar og gjöld jukust. Enn eru 10.000 manns á atvinnuleysisskrá og mikill fjöldi í alvarlegum vanskilum. Jafnaðarmannaflokkur verður að hafa jarðsamband í gegnum félagsmenn sína og með samskiptum við samtök launafólks og hagsmunasamtök þeirra sem minna mega sín. Fólk hafði ekki lengur trú á Samfylkingu sem gæslumanni sinna hagsmuna, tók hæsta gylliboðinu, þótt fæstir skildu útfærslu þess. Ríkisstjórnin færðist líklega of mikið í fang. Síðasti vetur fram á lokadag þingsins einkenndist af átökum um stór og flókin mál sem ekki náðust nema að litlu leyti í gegn. Við getum ekki kennt nýjum formanni um það. Við áttum að viðurkenna snemma sl. vetur að stjórnarskrármálið sem heild var ekki tilbúið og semja um hluta þess. Ríkisstjórnin, sem náði afburða árangri á mörgum sviðum, virkaði vanmáttug síðustu mánuðina og fyrri árangur drukknaði í rifrildi inni á Alþingi. Ég var formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar sl. fjögur ár. Þó framkvæmdastjórn beri ekki ábyrgð á daglegri pólitík, þá ber hún ábyrgð á stefnumótun flokksins og tengslum almennra flokksmanna við framkvæmdina. Framkvæmdastjórnin hefði þurft að bregðast við viðvörunum í sveitarstjórnarkosningunum og skoðanakönnunum, sem sýndu stöðugt minnkandi fylgi. Það gerðum við ekki. Nú er tækifæri til að læra af því, sem sagt er það eina sem fólk læri af, þ.e. eigin reynslu. Horfa einarðlega í eigin barm og gera betur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun