Maltneska fyrirmyndin og Evrópa Andrés Pétursson skrifar 23. maí 2013 06:00 Ísland hefur nú gert fríverslunarsamning við Kína og er það af hinu góða. Hins vegar breytir það litlu varðandi þá staðreynd að Evrópumarkaðurinn er og verður langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu næstu árin og áratugina. Það er því mikilvægt að skynsamt fólk í öllum stjórnmálaflokkum láti ekki tímabundna erfiðleika í nokkrum Evrópulöndum blinda sér sýn varðandi stefnumörkum í alþjóðamálum. Það versta sem við gætum gert er að loka Evrópudyrunum og taka upp einhvers konar sjálfsþurftarbúskap í alþjóðasamstarfi. Einstaka álitsgjafar hafa líka haldið því fram að með hinum nýja fríverslunarsamningi við Kína og auknum áhrifum annnarra Asíulanda í heimsviðskiptum þá eigum við Íslendingar að snúa okkur í ríkari mæli austur á bóginn í leit að bandamönnum. Ekki er ég á móti því að eiga í viðskiptum við sem flest lönd en gleymum því aldrei að Kína er gamalt heimsveldi og ætlar sér stóra hluti á komandi áratugum. Það er því mikilvægt að stíga varlega til jarðar í samskiptum við risann í austri og gott að eiga góða og öfluga bandamenn í Evrópu. Langtímahugsun Maltverjar hafa tekið mjög skynsamlega á þessu máli. Þeir gengu í Evrópusambandið árið 2004 en hafa á sama tíma stóreflt samskipti sín við Kína. Á þessum tæpu tíu árum hafa Kínverjar sexfaldað beina fjárfestingu í landinu og kínverskar viðskiptasendinefndir koma reglulega til landsins. Í máli Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, sem kom hingað til lands fyrir rúmum tveimur árum, kom fram að Kínverjar hafa sexfaldað beina fjárfestingu (FDI) í landinu og að ferðir kínverskra viðskiptasendinefnda til Möltu hafa margfaldast. Ástæðuna telur Borg meðal annars vera að Maltverjar hafa leitt nefnd Evrópuþingsins sem sér um samskiptin við Kína. Því sjái Kínverjar sér hag í því að rækta tengsl sín við Möltu. Í nýlegri grein í The Malta Independent, sem er eitt helsta dagblað Möltu, kemur fram að þrátt fyrir efnahagsörðugleikana í heiminum á undanförnum misserum hafa Kínverjar og Maltverjar aukið viðskipti sín á milli um 25% undanfarin þrjú ár. Í því sambandi er vert að geta þess að yfirvöld á Möltu hafa haldið vel á sínum málum varðandi evruna og því hafa eyjarskeggjar ekki lent í sömu hremmingum og nágrannar þeirra í Grikklandi og á Kýpur. Á þessu sést að með skynsamlegri efnahagsstefnu og langtímahugsun í alþjóðamálum er hægt að sameina kosti þess að ganga í Evrópusambandið og á sama tíma rækta samband sitt við hin nýju efnahagsstórveldi í Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Sjá meira
Ísland hefur nú gert fríverslunarsamning við Kína og er það af hinu góða. Hins vegar breytir það litlu varðandi þá staðreynd að Evrópumarkaðurinn er og verður langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu næstu árin og áratugina. Það er því mikilvægt að skynsamt fólk í öllum stjórnmálaflokkum láti ekki tímabundna erfiðleika í nokkrum Evrópulöndum blinda sér sýn varðandi stefnumörkum í alþjóðamálum. Það versta sem við gætum gert er að loka Evrópudyrunum og taka upp einhvers konar sjálfsþurftarbúskap í alþjóðasamstarfi. Einstaka álitsgjafar hafa líka haldið því fram að með hinum nýja fríverslunarsamningi við Kína og auknum áhrifum annnarra Asíulanda í heimsviðskiptum þá eigum við Íslendingar að snúa okkur í ríkari mæli austur á bóginn í leit að bandamönnum. Ekki er ég á móti því að eiga í viðskiptum við sem flest lönd en gleymum því aldrei að Kína er gamalt heimsveldi og ætlar sér stóra hluti á komandi áratugum. Það er því mikilvægt að stíga varlega til jarðar í samskiptum við risann í austri og gott að eiga góða og öfluga bandamenn í Evrópu. Langtímahugsun Maltverjar hafa tekið mjög skynsamlega á þessu máli. Þeir gengu í Evrópusambandið árið 2004 en hafa á sama tíma stóreflt samskipti sín við Kína. Á þessum tæpu tíu árum hafa Kínverjar sexfaldað beina fjárfestingu í landinu og kínverskar viðskiptasendinefndir koma reglulega til landsins. Í máli Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, sem kom hingað til lands fyrir rúmum tveimur árum, kom fram að Kínverjar hafa sexfaldað beina fjárfestingu (FDI) í landinu og að ferðir kínverskra viðskiptasendinefnda til Möltu hafa margfaldast. Ástæðuna telur Borg meðal annars vera að Maltverjar hafa leitt nefnd Evrópuþingsins sem sér um samskiptin við Kína. Því sjái Kínverjar sér hag í því að rækta tengsl sín við Möltu. Í nýlegri grein í The Malta Independent, sem er eitt helsta dagblað Möltu, kemur fram að þrátt fyrir efnahagsörðugleikana í heiminum á undanförnum misserum hafa Kínverjar og Maltverjar aukið viðskipti sín á milli um 25% undanfarin þrjú ár. Í því sambandi er vert að geta þess að yfirvöld á Möltu hafa haldið vel á sínum málum varðandi evruna og því hafa eyjarskeggjar ekki lent í sömu hremmingum og nágrannar þeirra í Grikklandi og á Kýpur. Á þessu sést að með skynsamlegri efnahagsstefnu og langtímahugsun í alþjóðamálum er hægt að sameina kosti þess að ganga í Evrópusambandið og á sama tíma rækta samband sitt við hin nýju efnahagsstórveldi í Asíu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun