Raddirnar eru þagnaðar Ingimar Einarsson skrifar 6. júní 2013 08:50 Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun