Ríkari en Norðmenn? Jón Steinsson skrifar 6. júní 2013 08:49 Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun