Góðan daginn, Reykvíkingar Jón Gnarr borgarstjóri og borgarfulltrúar Besta flokksins skrifar 8. júní 2013 06:00 Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun