Kínversk borg byggð í Hvíta-Rússlandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 10. júní 2013 06:00 Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, hefur leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu. Myndin er frá heimsókn hans til Kína árið 2008 en með honum er Hu Jintao, þáverandi forseti Kína.NordicPhotos/AFP Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti. Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti.
Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira