Kínversk borg byggð í Hvíta-Rússlandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 10. júní 2013 06:00 Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, hefur leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu. Myndin er frá heimsókn hans til Kína árið 2008 en með honum er Hu Jintao, þáverandi forseti Kína.NordicPhotos/AFP Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti. Erlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti.
Erlent Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira