Sprengjusérfræðingur óskast Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2013 06:15 Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun