Hundrað milljónum gæti rignt í Hafnarfirði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 FH-ingar fagna í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Stefán Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel. Evrópudeild UEFA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti