FH getur á góðum degi slegið út Austria Vín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 06:30 Hefur starfað lengi í Austurríki og Þýskalandi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Hér er hann sem leikmaður Kärnten árið 2003. Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira