Þetta er búinn að vera smá rússíbani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2013 09:00 Mynd/Arnþór Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira