Utan vallar: Nú á körfuboltafólk að mæta í höllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 08:00 Haukur Helgi. Ein af ungum stjörnum íslenska liðsins. Fréttablaðið/Daníel Fréttablaðið/Daníel Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins. Eins og landsliðið hjálpar handboltanum er ekki sömu sögu að segja um körfuboltann. Landsleikirnir eru oftast ekki nógu vel sóttir og er örugglega hægt að nefna ástæður eins og að leikirnir fara fram utan keppnistímabilsins og möguleikar íslenska liðsins til afreka í flestum þessara leikja eru ekki voðalega miklir. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvort umrætt íslenskt körfuboltaáhugafólk sýni samtakamátt í kvöld þegar íslenska landsliðið fær sannkallaðan úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Handboltaáhugafólk hefur margoft troðfyllt Höllina á síðustu árum en við eigum enn eftir að sjá fullt hús í mikilvægum landsleik í körfunni. Nú er aftur á móti full ástæða til þess að fylla Höllina og hjálpa íslenska landsliðinu að stíga stórt skref í átt að því að komast í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn. Strákarnir í liðinu hafa án nokkurs vafa unnið sér inn stuðninginn með frammistöðu sinni á þessu ári og fyrir utan smá slys í Búlgaríu á dögunum hefur íslenska liðið heillað þá sem á horfa með kappsemi, leikgleði og samvinnu. Hver vill núna missa af því að sjá kappa eins og Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson á hátindi ferils síns spila fyrir fyrstu alvöru möguleika Íslands á að komast á EM? Ég ætla ekki að missa af þessu og treysti á að allt alvöru körfuboltaáhugafólk láti sig heldur ekki vanta í Höllina í kvöld. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins. Eins og landsliðið hjálpar handboltanum er ekki sömu sögu að segja um körfuboltann. Landsleikirnir eru oftast ekki nógu vel sóttir og er örugglega hægt að nefna ástæður eins og að leikirnir fara fram utan keppnistímabilsins og möguleikar íslenska liðsins til afreka í flestum þessara leikja eru ekki voðalega miklir. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvort umrætt íslenskt körfuboltaáhugafólk sýni samtakamátt í kvöld þegar íslenska landsliðið fær sannkallaðan úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Handboltaáhugafólk hefur margoft troðfyllt Höllina á síðustu árum en við eigum enn eftir að sjá fullt hús í mikilvægum landsleik í körfunni. Nú er aftur á móti full ástæða til þess að fylla Höllina og hjálpa íslenska landsliðinu að stíga stórt skref í átt að því að komast í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn. Strákarnir í liðinu hafa án nokkurs vafa unnið sér inn stuðninginn með frammistöðu sinni á þessu ári og fyrir utan smá slys í Búlgaríu á dögunum hefur íslenska liðið heillað þá sem á horfa með kappsemi, leikgleði og samvinnu. Hver vill núna missa af því að sjá kappa eins og Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson á hátindi ferils síns spila fyrir fyrstu alvöru möguleika Íslands á að komast á EM? Ég ætla ekki að missa af þessu og treysti á að allt alvöru körfuboltaáhugafólk láti sig heldur ekki vanta í Höllina í kvöld.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira