Stóra regnhlífin? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar