Ágreiningur og samstarf Toshiki Toma skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að velta fyrir mér umræðunni varðandi Hátíð vonar og aðkomu þjóðkirkjunnar að henni. Að mínu mati er aðalatriðið ekki samskipti þjóðkirkjunnar við hátíðina sjálfa, heldur hvernig þjóðkirkjan á að byggja upp og haga samstarfi við aðila þegar ákveðinn ágreiningur er til staðar á milli þeirra og kirkjunnar. Umræðan leiddi mig að eftirfarandi spurningu: Megum við ekki halda í samstarf ef viðkomandi samstarfsaðili hefur skoðun á einhverju málefni sem við erum ekki sammála? Ég sit t.d. í Samráðsvettvangi trúfélaga á Íslandi sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Það er vettvangur fyrir samráð en ekki samstarf, samt höfðum við haldið málþing nokkrum sinnum og þau voru jú samvinna. Málið er að kaþólska kirkjan, rétttrúnaðarkirkjan eða Menningarsetur múslíma eru líka samstarfsaðilar og þau hafa talsvert annan skilning og skoðun á málefnum samkynhneigðra en ég hef sem stuðningsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks. Á ég þá að draga mig út úr samstarfinu? Ef ég geri það, þá mun ég missa af ýmsum mikilvægum tækifærum til samvinnu sem varðar önnur málefni eins og baráttuna gegn fordómum vegna trúar.Ekki „eina málið“ Það eru mikilvæg en mismunandi málefni til í samfélaginu. Ákveðið málefni getur varla verið „hið eina mál“ í raun. Sjálfur tala ég oft um málefni innflytjenda og held mikilvægi þeirra á lofti. En samtímis lít ég ekki á málefni innflytjenda sem „eina málið“ í samfélaginu. Ég get ekki valið aðila til ýmiss samstarfs aðeins með því að skoða afstöðu hans við innflytjendamál. Það eru hins vegar mörk. Ég myndi að sjálfsögðu aldrei vera í samvinnu við yfirlýstan kynþáttahatara. Einnig skil ég vel að samstarfsslit geti verið ígildi mótmæla þegar knýjandi mál koma upp, eins og til dæmis í stríði. Spurningin um hvort rétt sé að eiga í samráði og samvinnu við einhvern um ákveðið málefni eða hvort slíta skuli samstarfinu skiptir máli fyrir okkur öll. Og að mínu mati blasir sjaldnast við að svarið sé annað hvort „með“ eða „á móti“. Við þurfum að vera meðvituð um að hafa jákvæð áhrif hvert á annað og gefa okkur þannig tækifæri til að hugsa um og leysa ágreiningsatriði í samvinnu. Því þurfum við alltaf að hugsa málið vel.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar