Flóttafólk og aðrir hælisleitendur Toshiki Toma skrifar 12. september 2013 06:00 Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að samþykkja tillögu um móttöku flóttamanna næstu tvö árin. Fréttir herma að konum sem eru í hættu í Afganistan og samkynhneigðum frá Íran eða Afganistan muni boðið nýtt líf hérlendis. Þetta er tvímælalaust góð ákvörðun hjá ríkistjórninni og gott framtak íslensku þjóðarinnar. Mig langar að fagna þessum fréttum og klappa fyrir fólkinu sem átt hefur frumkvæði að málinu. En stundum virðist mér sem „flóttafólk“ skiptist í tvennt: annars vegar eru „góðir flóttamenn“ sem ríkistjórnir bjóða til Íslands og hins vegar eru „vondir flóttamenn“ sem venjulega eru kallaðir „hælisleitendur“. Það virðist sem síðarnefndi hópurinn hafi á sér neikvæðara orð í samfélaginu. En flóttamenn, sem koma hingað gegnum kerfi Sameinuðu þjóðanna, og hælisleitendur, sem lenda á Íslandi, eru „flóttamenn“ sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt af illviðráðanlegum ástæðum. Þeir voru leiddir í annan veg af ástæðum eða örlögum sem þeir oftast réðu ekki við. Ég þekki nokkra hælisleitendur á Íslandi sem ég get kallað vini mína. Mig langar að nefna sérstaklega hælisleitendur sem eru búnir að eyða mörgum árum á Íslandi. Þeir verða að endurnýja tíma-og réttindabundið leyfi árlega og eru samt ekki enn þá í sjúkratryggingakerfinu, þar sem þeir mega ekki eiga lögheimili. Því hafa þeir ekki aðgang að velferðarþjónustunni. Tíu ár, átta ár eða sex ár eru fjöldi ára sem ég get nefnt núna. Samkynhneigð manneskja er líka á meðal þeirra sem og kona. Hvað ætlar ríkisstjórnin sér að gera fyrir þessa einstaklinga? Það hlýtur að vera einhver hindrun sem kemur í veg fyrir að niðurstaða komist í mál þessara einstaklinga en þeir segjast engu að síður ekki vita hver sú hindrun er. Konan í þessum hópi sagði við mig um daginn: „Margt flóttafólk sem kom til Íslands eftir komu mína er núna með dvalarleyfi. Í hreinskilni sagt verð ég þung í brjósti og döpur við þá staðreynd. Ég er hrædd um að ég verði skilin ein eftir,“ sagði hún og grét. Kæra fólk sem starfar í stjórnvaldsgeiranum. Mig langar til að vekja athygli ykkar á þessum hælisleitendum og biðja ykkur innilega um að sýna þeim mannlegan skilning eins og þið hafið sýnt við móttöku nýrra og væntanlegra flóttamanna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar