Virkt fjármálaeftirlit er undirstaða endurreisnar Aðalsteinn Leifsson skrifar 12. september 2013 06:00 Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Virkt fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðleg viðmið er ein forsenda uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Eftir hrun voru gerðar ítarlegar úttektir á starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) af innlendum og erlendum sérfræðingum. Kaarlo Jännäri lagði meðal annars til að valdheimildir FME yrðu auknar og stofnunin hvött til að beita sér af meiri krafti. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að mikið skorti á að FME væri í stakk búið til að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á viðhlítandi hátt. Þá leiddi skoðun Pierre-Yves Thoreval til þeirrar niðurstöðu að FME uppfyllti innan við helming þeirra alþjóðlegu staðla (Basel Core Principles) sem settir hefðu verið fram um skilvirkt eftirlit. Þessi erfiða staða orsakaðist af langvarandi fjársvelti og undirmönnun. Sem dæmi má nefna að í lok ársins 2006 voru einungis þrír starfsmenn þeir sömu og í upphafi ársins á því sviði sem hafði eftirlit með öllum bönkunum. Í kjölfar úttektanna hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu FME með stuðningi löggjafans, ráðuneyta, SÍ og eftirlitsskyldra aðila. Fyrir mitt næsta ár munu óháðir erlendir sérfræðingar á ný gera úttekt á störfum FME. Til mikils er að vinna fyrir íslenskt atvinnulíf að árangur í uppbyggingu eftirlitsins sé viðurkenndur. Nauðsynlegt FME er fjármagnað af þeim aðilum sem það hefur eftirlit með. Almennir skattgreiðendur þurfa því ekki að reiða fram fé til eftirlitsins. Stjórn FME og Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila gæta þess að rekstraráætlun eftirlitins sé í samræmi við verkefnin. Eftirlitsskyldir aðilar hafa komið fram af ábyrgð og sýnt uppbyggingu FME skilning. Áherslur stjórnvalda eru réttilega að byggja upp atvinnulíf og auka fjárfestingar, sem eru í lágmarki. Fjármálaeftirlit sem uppfyllir alþjóðlegt viðmið er nauðsynlegt til þess að fjárfestingar aukist á Íslandi og að íslensk fyrirtæki geti leitað fjármögnunar á erlendum mörkuðum. Komið hefur fram að FME hafi ekki nýtt að fullu þær fjárheimildir sem það hefur haft undanfarin tvö ár. Ástæða þess er að eftirlitið hefur sýnt ríkt aðhald í framkvæmd uppbyggingar- og umbótaverkefna, meðvitað um hversu óheppilegt það er að kostnaður við uppbygginguna komi fram á sama tíma og fjármálastarfsemi er í lágmarki og mörg brýn verkefni í samfélaginu. Sá afgangur gerir að verkum að hægt verður að lækka framlag eftirlitsskyldra aðila til FME á næsta ári, þrátt fyrir að kostnaður við verkefnin nái hámarki þá. Auðvitað er freistandi að skera niður framlög til FME og vona að það komi ekki að sök. Þeir fjármunir sem sparast munu þó hvorki fara í heilbrigðiskerfi né menntamál með beinum hætti heldur lækka það gjald sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að greiða. Þeir hagsmunir eru litlir í samanburði við þann kostnað sem af hlýst ef okkur mistekst að byggja upp virkt eftirlit sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Sá kostnaður kemur niður á öllum. Um það höfum við Íslendingar skýrt dæmi, sem við lifum hvern dag. Uppbygging virks fjármálaeftirlits krefst úthalds.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun