Gefurðu afslátt af öryggi barnsins þíns? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2013 06:00 Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Ingvarsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar