Sannmæli Jakob Frímann Magnússon skrifar 23. október 2013 06:00 Strandhögg íslenskra tónlistarmanna í Kennedy Center í Washington fyrr á þessu ári vakti athygli og fyrir sumt meira en annað. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék þar í aðalsal og naut að sjálfsögðu þeirrar fyrirmyndaraðstöðu, búningsherbergja og annars sem í boði er fyrir tónlistarmenn. Menntamálaráðuneytið hóstaði léttilega upp 30 milljóna króna styrk svo að sveitin mætti fljúga, gista og snæða vel, eins og dagpeningar ríkisstarfsmanna gera ráð fyrir. Íslensku hrynsveitirnar sem fram komu nutu auðvitað engra dagpeninga né opinberra styrkja frekar en fyrri daginn. Þær ferðuðust þetta á eigin yfirdrætti og undu glaðar við sitt í einum af smærri sölum hallarinnar sem þó skartaði góðum búningsherbergjum til að dveljast í milli atriða og skipta um föt fyrir tónleika.Vísað inn á salerni Þegar hrynverjar hugðust koma sér þar fyrir kom forstöðumaður hússins og rak alla úr búningsherbergjunum með fyrirmælum um að lið þetta mætti skipta um föt á salerni hússins og kúldrast þar uns menn yrðu kvaddir á svið! Umrædd lýsing þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Þetta er sama viðmótið og flytjendur nýgildrar tónlistar hafa mátt venjast um áratugaskeið. Sjálfskipaðir menningarpáfar Íslands og útverðir sígildrar tónlistar af þýska skólanum þreyttust ekki á að viðhafa hrakyrði opinberlega um t.a.m. jazztónlist sem kölluð var „hóruhúsatónlist“ og „tónlist djöfulsins“ sem helst ætti að bannfæra með öllu! Poppplötur voru brotnar í hinum gylltu sölum RÚV til að fyrirbyggja mengunaráhrifin af þeim, og stórum hluta af myndbandsupptökum Sjónvarpsins af ármönnum íslenskrar hryntónlistar var hreinlega eytt eða annað efni „göfugra“ tekið upp á sömu spólur. Sá hluti tónlistarsögu okkar er sumsé glataður. Fyrir 30 árum hófst markviss sókn íslenskra hryntónlistarmanna á erlenda markaði, með öllum þeim áhættuþáttum og gífurlega kostnaði sem slíku fylgir. Snemma var horft til stoðkerfa annarra þjóða og eftir áratuga baráttu fyrir e.k. Útflutnings- og þróunarsjóði var loksins tilefni til fagnaðar á sl. ári er tilkynnt var að flytjendur nýgildrar tónlistar hefðu nú verið bænheyrðir í ljósi þeirra merka framlags til menningarlífs Íslands, ímyndar þess og ómetanlegrar landkynningar. Baráttan hafði reyndar hafist árið 1998 með vilyrði þáverandi iðnaðarráðherra um sjóð, sambærilegan Kvikmyndasjóði, er byggjast mundi á virðisaukaskatti af hljómplötusölu sem þá hefði myndað sjóð að upphæð 150 milljónir kr. Sjóðurinn langþráði sem loks leit dagsins ljós árið 2012 nam hins vegar einungis 20 milljónum króna og glöddust menn mjög af litlu, enda litlu vanir. Sjóðsstjórn var skipuð, reglur voru samdar og fyrirbærið auglýst og ríkti gleði yfir hinum nýja áfanga. Loks gætu hryntónlistarmenn sótt sínar tónlistarhátíðir og sín tónleikaferðalög erlendis með tilheyrandi frakt og útgerðarkostnaði án þess að borga með sér.Innan við 5 prósent Adam var þó ekki lengi í Paradís. Það fyrsta sem kastað var út við gerð nýrra fjárlaga var umræddur Útflutningssjóður! 20 þúsund milljónir til íslenskra kúabænda standa óhaggaðar á meðan 20 milljónir til íslenskra geisladiskabænda eru slegnar af með einu pennastriki! Þetta beinir óþægilegum kastljósum að nýlegri samantekt FTT á opinberum tölum sem speglar þá staðreynd að af öllum samanlögðum framlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs á Íslandi er hlutur hryntónlistar ennþá, eftir allt sem á undan er gengið, innan við 5%. FIMM PRÓSENT! Línurnar, sem lagðar voru á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar af hinum þýsk-andaktugu forkólfum íslensks menningarlífs þess tíma, eru sumsé allsendis óbreyttar árið 2013! Þeim sem fást við að semja og flytja íslenska tónlist um víða veröld er náðarsamlegast vísað á náðhús, á meðan hlaðið er undir löngu látin þýsk tónskáld! Skyldi virkilega ekki tími til kominn að þeir íslensku höfundar og flytjendur sem hér er um fjallað fái loks að njóta sannmælis? Slík stefnubreyting myndi marka sannkölluð vatnaskil í hrynheimum og íslensku menningarlífi á 21. öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Strandhögg íslenskra tónlistarmanna í Kennedy Center í Washington fyrr á þessu ári vakti athygli og fyrir sumt meira en annað. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék þar í aðalsal og naut að sjálfsögðu þeirrar fyrirmyndaraðstöðu, búningsherbergja og annars sem í boði er fyrir tónlistarmenn. Menntamálaráðuneytið hóstaði léttilega upp 30 milljóna króna styrk svo að sveitin mætti fljúga, gista og snæða vel, eins og dagpeningar ríkisstarfsmanna gera ráð fyrir. Íslensku hrynsveitirnar sem fram komu nutu auðvitað engra dagpeninga né opinberra styrkja frekar en fyrri daginn. Þær ferðuðust þetta á eigin yfirdrætti og undu glaðar við sitt í einum af smærri sölum hallarinnar sem þó skartaði góðum búningsherbergjum til að dveljast í milli atriða og skipta um föt fyrir tónleika.Vísað inn á salerni Þegar hrynverjar hugðust koma sér þar fyrir kom forstöðumaður hússins og rak alla úr búningsherbergjunum með fyrirmælum um að lið þetta mætti skipta um föt á salerni hússins og kúldrast þar uns menn yrðu kvaddir á svið! Umrædd lýsing þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Þetta er sama viðmótið og flytjendur nýgildrar tónlistar hafa mátt venjast um áratugaskeið. Sjálfskipaðir menningarpáfar Íslands og útverðir sígildrar tónlistar af þýska skólanum þreyttust ekki á að viðhafa hrakyrði opinberlega um t.a.m. jazztónlist sem kölluð var „hóruhúsatónlist“ og „tónlist djöfulsins“ sem helst ætti að bannfæra með öllu! Poppplötur voru brotnar í hinum gylltu sölum RÚV til að fyrirbyggja mengunaráhrifin af þeim, og stórum hluta af myndbandsupptökum Sjónvarpsins af ármönnum íslenskrar hryntónlistar var hreinlega eytt eða annað efni „göfugra“ tekið upp á sömu spólur. Sá hluti tónlistarsögu okkar er sumsé glataður. Fyrir 30 árum hófst markviss sókn íslenskra hryntónlistarmanna á erlenda markaði, með öllum þeim áhættuþáttum og gífurlega kostnaði sem slíku fylgir. Snemma var horft til stoðkerfa annarra þjóða og eftir áratuga baráttu fyrir e.k. Útflutnings- og þróunarsjóði var loksins tilefni til fagnaðar á sl. ári er tilkynnt var að flytjendur nýgildrar tónlistar hefðu nú verið bænheyrðir í ljósi þeirra merka framlags til menningarlífs Íslands, ímyndar þess og ómetanlegrar landkynningar. Baráttan hafði reyndar hafist árið 1998 með vilyrði þáverandi iðnaðarráðherra um sjóð, sambærilegan Kvikmyndasjóði, er byggjast mundi á virðisaukaskatti af hljómplötusölu sem þá hefði myndað sjóð að upphæð 150 milljónir kr. Sjóðurinn langþráði sem loks leit dagsins ljós árið 2012 nam hins vegar einungis 20 milljónum króna og glöddust menn mjög af litlu, enda litlu vanir. Sjóðsstjórn var skipuð, reglur voru samdar og fyrirbærið auglýst og ríkti gleði yfir hinum nýja áfanga. Loks gætu hryntónlistarmenn sótt sínar tónlistarhátíðir og sín tónleikaferðalög erlendis með tilheyrandi frakt og útgerðarkostnaði án þess að borga með sér.Innan við 5 prósent Adam var þó ekki lengi í Paradís. Það fyrsta sem kastað var út við gerð nýrra fjárlaga var umræddur Útflutningssjóður! 20 þúsund milljónir til íslenskra kúabænda standa óhaggaðar á meðan 20 milljónir til íslenskra geisladiskabænda eru slegnar af með einu pennastriki! Þetta beinir óþægilegum kastljósum að nýlegri samantekt FTT á opinberum tölum sem speglar þá staðreynd að af öllum samanlögðum framlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs á Íslandi er hlutur hryntónlistar ennþá, eftir allt sem á undan er gengið, innan við 5%. FIMM PRÓSENT! Línurnar, sem lagðar voru á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar af hinum þýsk-andaktugu forkólfum íslensks menningarlífs þess tíma, eru sumsé allsendis óbreyttar árið 2013! Þeim sem fást við að semja og flytja íslenska tónlist um víða veröld er náðarsamlegast vísað á náðhús, á meðan hlaðið er undir löngu látin þýsk tónskáld! Skyldi virkilega ekki tími til kominn að þeir íslensku höfundar og flytjendur sem hér er um fjallað fái loks að njóta sannmælis? Slík stefnubreyting myndi marka sannkölluð vatnaskil í hrynheimum og íslensku menningarlífi á 21. öld.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun